Óskað eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar

Geirmundur Valtýsson og Mínerva Björnsdóttir á setningu Sæluviku 2019. Mynd: PF.
Geirmundur Valtýsson og Mínerva Björnsdóttir á setningu Sæluviku 2019. Mynd: PF.

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2020 en verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Tilnefningar þurfa að berast fyrir föstudaginn 25. september nk. 

Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á setningu Sæluviku Skagfirðinga árið 2016 þegar Stefán Pedersen hlaut þann heiður. Árið 2017 komu þau í hlut Kristmundar Bjarnasonar fræðimanns á Sjávarborg, 2018 fengu hjónin Herdís Klausen og Árni Stefánsson verðlaunin og loks Geirmundur Valtýsson á síðasta ári.

Tilnefningar þurfa að berast fyrir föstudaginn 25. september nk. en þær má senda á netfangið heba@skagafjordur.is eða skila inn í afgreiðslu ráðhússins á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir