Öxin - Agnes og Friðrik í Landnámssetrinu í Borgarnesi

Magnús við minningarstein á aftökustaðnum. Mynd af landnam.is.
Magnús við minningarstein á aftökustaðnum. Mynd af landnam.is.

Sagnamaðurinn Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum verður með þrjár sögustundir á Landnámssetrinu í Borgarnesi í janúarmánuði sem bera heitið Öxin - Agnes og Friðrik. Þar mun Magnús segja frá einum dramatískasta atburði Íslandssögunnar – síðustu aftökunni á Íslandi sem fram fór við Þrístapa í Vatnsdalshólum þann 12. janúar árið 1830 kl 14 þegar þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru líflátin.

Atburðir þessir tengdust fjölskyldu Magnúsar persónulega og segir hann frá ótrúlegum atvikum í því samhengi. Atvikum sem ekki hafa farið í hámæli og erfitt er að skýra. Magnús er sagnamaður af guðs náð og heldur áhorfendum föngnum frá upphafi til enda. Frumsýning verður 12. janúar kl. 14 en þá verða liðin slétt 190 ár frá því atburðurinn átti sér stað. Uppselt er á frumsýninguna.

Tvær sýningar til viðbótar eru á dagskrá safnsins, laugardaginn 18. janúar klukkan 20-22 og sunnudaginn 26. janúar klukkan 16-18.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir