Ráða á verkefnastjóra í atvinnumálum
Atvinnu- og ferðamálanefnd í samvinnu við Skagafjarðarhraðlestina hefur ákveðið að ráða í starf verkefnastjóra í atvinnumálum í Skagafirði.
Verkefnastjórinn á að vinna að eflingu skagfirsks atvinnulífs á grundvelli samstarfs sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestar skv. samningi dags. 13. mars 2007. Ennfremur var ákveðið að endurskoða áðurnefndan samning í samvinnu við Skagafjarðarhraðlestina.
Ráðinn var verkefnastjóri árið 2007 en hann hætti eftir þriggja mánaða starf og hefur engin gengt þessari stöðu síðan þá.