Ráðgjafafundur kallaður saman, Gréta Sjöfn telur embættisbréf vanta
Byggðaráð Skagafjarðar hefur falið sveitastjóra að kalla saman á sinn fyrsta fund ráðgjafahóp sem settur hefur verið á laggirnar til þess að fara yfir rekstur sveitarfélagsins. Hópinn skipa Jón E. Friðriksson, Guðmundur B. Eyþórsson og Guðrún Lárusdóttir.
Á fundi byggðaráðs óskaði Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir bókað að Samfylking telji mikilvægt að ráðgjafahópnum verði sett erindisbréf þar sem fram komi markmið nefndarstarfsins, vinnutilhögun og skipunartími. Í bókun sinni sagði Gréta m.a. „Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, en hópurinn er tekin til starfa. Þetta ber ekki vott um góða stjórnsýslu."