Risamánuður hjá Drangey SK2 sem landaði 1.263 tonnum í maí

Drangey SK2 kemur til hafnar í fyrsta sinn á Sauðárkróki 19. ágúst 2017. MYND: ÓAB
Drangey SK2 kemur til hafnar í fyrsta sinn á Sauðárkróki 19. ágúst 2017. MYND: ÓAB

Aflafréttir segja frá því að Drangey SK2 hafi átt gríðarlega góðan mánuð við veiðar í maí en togarinn var aflahæstur allra togara í mánuðinum og það með mjög miklum yfirburðum. Heildaraflinn hjá Drangey í maí var 1263 tonn í sjö löndunum.

Drangey SK var við veiðar að mestu sunnan- og vestanvert við landið og landaði á Grundarfirði, nema afla síðasta túrsins sem var landað á Sauðárkróki.

Túr 1: 254 tonn og af því var þorskur 210 tonn.
Túr 2: 248 tonn eftir sex daga á veiðum og þorskur þar af 170 tonn.
Túr 3: 209 tonn, þrír og hálfur dagur á sjó sem skiluðu um 60 tonnum á dag.
Túr 4: 135 tonn á þremur dögum.
Túr 5: 109 tonn á þremur dögum.
Túr 6: 176 tonn og aftur á þremur dögum. Þetta var síðasta löndun skipsins í Grundarfirði.
Túr 7: 130 tonn eftir um 4 daga höfn í höfn. Þetta var síðasti túrinn í maí og var aflanum landað á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir