Rúm 15 þúsund tonn á land í Skagafirði

Teknar hafa verið saman tölur um heildarlöndun fyrir árið 2010 hjá höfnum Skagafjarðar en alls var landað 15.321 tonnum  á Sauðárkróki, Hofsósi og Haganesvík.

 

Á Sauðárkróki var landað 14.230 tonnum, sem er aukning um 2.444 tonn frá fyrra ári. Löndun á ferskum bolfiski jókst um 1.605 tonn, afli frystitogara jóks um 468 tonn, er það að mestum hluta afli tveggja togara frá HB Granda, og innflutningur á frosinni rækju jókst um 1.223 tonn.  Samdráttur varð í löndun á ferskri rækju um 823 tonn.  Sjóflutningar voru 11.546 tonn, jukust um 1.425 tonn frá árinu áður.

Á Hofsósi varð samdráttur í lönduðum afla upp á 470 tonn.  Jókst afli heimabáta um 78 tonn, en minnkaði um 560 tonn hjá aðkomubátum. 

Í Haganesvík var landað 3,2 tonnum.

/Hafnir.Skagafjörður.is

Fleiri fréttir