Rúmar þrjár milljónir úr Sprotasjóði á Norðurland vestra

Húnavallaskóli. Mynd af netinu.
Húnavallaskóli. Mynd af netinu.

Á dögunum var úthlutað úr Sprotasjóði en honum er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum. Alls hlutu 42 verkefni styrki að þessu sinni að upphæð rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur. Þrjú verkefnanna er að finna á Norðurlandi vestra.

„Umsóknir í Sprotasjóð bera vitni um nýsköpun, samvinnu og grósku sem einkennir íslenska skóla. Þar er gríðarlegur metnaður og vilji til góðra verka sem mikilvægt er að styðja við,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni úthlutanna.

Þrjú verkefnanna er að finna á Norðurlandi vestra alls yfir þrjár milljónir króna og falla í flokk þvert á skólastig.

Félags- og skólaþjónusta A-Hún. fékk hæsta styrkinn á okkar svæði, kr. 1.900.000 fyrir verkefnið Lærdómssamfélagið í skólum í Austur Húnavatnssýslu. Höfðaskóli, Barnaból, Blönduskóli, Barnabær, Húnavallaskóli og Vallaból.

Fræðsluþjónusta Skagafjarðar hlaut eina milljón fyrir Leið til læsis. Árskóli Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli, Grunnskólinn austan Vatna, FNV, Leikskólinn Ársalir, Leikskólinn

Tröllaborg og Leikskólinn Birkilundur. Grunnskólinn austan Vatna fékk úthlutað 350.000 krónum í Náttúrulæsi og útikennsla. Leikskólinn Tröllaborg og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir