Safnað fyrir ærslabelg í Fljótunum

Ærslabelgurinn á Hofsósi er vinsælt leiktæki. Mynd FE
Ærslabelgurinn á Hofsósi er vinsælt leiktæki. Mynd FE

Um verslunarmannahelgina hóf heimafólk í Fljótum söfnun fyrir leiktækjum fyrir börnin og unglingana í sveitinni og þá sem sækja hana heim. Í Facebookfærslu sem birtist á síðunni Við erum ættuð úr Fljótunum segir:

„Eftir að skólinn lagðist af og börnin þurfa um langan veg í skóla er lítið fyrir þau á svæðinu. Okkur langar að gera svæði þar sem þau geta hist á sumardögum/kvöldum og leikið sér saman. Ærslabelgur varð fyrir valinu hjá þeim sem það fyrsta sem safnað yrði fyrir.“

Söfnunin fór vel af stað en meðal annars rann ágóði af kaffisölu á Ketilási til hennar. Belgurinn sem ætlunin er að kaupa kostar í kringum eina milljón króna og vantar enn töluvert upp á þá upphæð svo betur má ef duga skal.

Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn framlög á reikning Íbúa- og átthagafélags Fljóta, reikningsnúmer 0347-26-006706, kennitala 670617-1140.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir