Sauðárkróksbakarí opið á ný

Úr Sauðárkróksbakaríi í morgun. Mynd: SMH
Úr Sauðárkróksbakaríi í morgun. Mynd: SMH

Sauðárkróksbakarí opnaði á ný í morgun eftir að hafa verið lokað í tæpar tvær vikur eftir að bíl var ekið inn í afgreiðslu bakarísins aðfaranótt 14. Maí.

Snorri Stefánsson eigandi bakarísins viðurkennir að hann hafi ekki búist við því að opna svona snemma.
„Ég skal viðurkenna það, já. Þetta gekk mun hraðar fyrir sig en ég reiknaði með, þegar ég sá eyðilegginguna.“

„Ég fékk flotta iðnaðarmenn strax á þriðjudeginum sem hjálpuðu okkur að tæma allt, gera við opið og loka því. Síðan var byrjað að innrétta tímabundna innréttingu, smíða og gera og græja.“

Þó svo að búið sé að opna á ný eru frekari framkvæmdum ólokið.
„Það á eftir að laga vegginn þar sem bíllinn kom inn í og þar ætlum einnig við að hafa hurð. Eftir að það er komið á hreint þá í rauninni förum við að plana út nýja innréttingu, afgreiðsluborð og svoleiðis. Það verður örugglega ekkert komið fyrr en í haust.“

Að lokum spyr blaðamaður hvort margir hafi komið það sem af er degi.
„Ég er nú ekki búinn að telja það en það hefur verið smá rennerí.“

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir