Sértækir styrkir til íþrótta- og ungmennafélaga vegna COVID-19: 150 milljónum kr. úthlutað

Körfuknattleiksdeild Tindastóls fékk úthlutað alls  2.659.425 kr. Hér má sjá Pétur Rúnar Birgisson í hörku Stólastuði. Mynd: Hjalti Árna.
Körfuknattleiksdeild Tindastóls fékk úthlutað alls 2.659.425 kr. Hér má sjá Pétur Rúnar Birgisson í hörku Stólastuði. Mynd: Hjalti Árna.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur tilkynnt um úthlutun sértækra styrkja til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19. Úthlutunin nemur rúmlega 150 milljónum kr. og kemur í kjölfar 300 milljóna kr. framlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar sem úthlutað var í maí. Rúmar þrjár milljónir komu til tveggja íþróttafélaga á Norðurlandi vestra.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls á Sauðárkróki fékk úthlutað alls  2.659.425 kr. og knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi  516.000 kr., en að auki fær Umf. Hvöt 280.836 kr. samkvæmt tillögum vegna úthlutunar vegna almennra aðgerða sem biðu frá fyrri úthlutun. Sjá nánar úthlutanir HÉR.

„Margfeldisáhrif þessa stuðnings eru mikil fyrir fjölbreytt íþróttastarf í landinu. Íþrótta- og ungmennafélögin vítt og breitt um landið mikilvægu hlutverki, nú sem fyrr, við að efla lýðheilsu og stuðla að virkni iðkenda á öllum aldri,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

ÍSÍ skipaði vinnuhóp 25. mars sl. til að móta tillögur að skiptingu þeirra fjármuna sem renna frá ríkinu til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19. Þann 29. maí sl. voru síðan greiddar til 214 íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir kr. í almennri aðgerð, í samræmi við tillögur vinnuhópsins. Þann 26. maí sl. var auglýst eftir umsóknum vegna sértækra aðgerða frá sambandsaðilum og íþrótta- og ungmennafélögum sem höfðu orðið fyrir tapi eða tekjufalli vegna viðburða sem hætt var við á vormánuðum, vegna Covid-19. Ofangreindur vinnuhópur skilaði af sér tillögum 27. ágúst sl. og voru þær tillögur í framhaldinu samþykktar af framkvæmdastjórn ÍSÍ og mennta- og menningarmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir