Sigurjón vill fækka sviðum og sviðsstjórum hjá sveitarfélaginu Skagafirði

Í bókun sem Sigurjón Þórðarson, frjálslyndum lét bóka við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur hann til að sviðum og sviðsstjórum innan sveitarfélagsins verði fækkað.

Bókin Sigurjóns er eftirfarandi; „Það eru vonbrigði að verið sé að afgreiða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Áætlunin ber með sér að hástemmd kosningaloforð Framsóknarflokksins um miklar byggingaframkvæmdir voru algerlega innistæðulausar.Frjálslyndir leggja til að hagrætt verði í rekstri sveitarfélagsins sem frekast er unnt til þess að tryggja framtíðarmöguleika en við blasir t.d. að fækka sviðum og sviðstjórum sveitarfélagsins.“

Fleiri fréttir