Skagfirðingar númer 1 og 2 í tölti
Skagfirðingurinn Jóhann Skúlason og Hvinur komu sáu og sigruðu A úrslitin í tölti á Heimsmeistaramóti Íslenska hestsins. Fengu þeir félagar einkunina 8,78. Annar varð Þórarinn Eymundsson á Krafti en þeir félagar unnu sig upp úr B úrslitum. Þeir hlutu einkunina 8,22.
Þórarinn og Kraftur höfðu áður sigrað B úrslit mjög örugglega með einkunina 7,50. Það má því segja að Skagfirðingar hafi komið séð og sigrað tölt keppnina á Heimsmeistaramóti Íslenska hestsins.