Skagfirsk minkabú á N4

Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri tók nýverið viðtal við Einar E. Einarsson loðdýraráðunaut hjá Bændasamtökunum og minkabónda á Skörðugili, en Einar rekur eitt stærsta minkabúi landsins með 2600 læður og um 1400 dýr í heildina.

Skin og skúrir hafa gengið yfir loðdýrabændur frá miklum uppgangstíma og fjölgun bænda í greininni um miðjan níunda áratuginn. Nú er aftur mikil velgengni í greininni þar sem árangur markviss ræktunarstarfs er að skila sér ásamt háu verði á mörkuðum og eru íslenskir loðdýrabændur annað árið í röð með næsthæsta meðalverð á skinnum á eftir Dönum.

Minkabú í Skagafirði hafa verið lífsseigari en víðast hvar annarsstaðar á landinu en að sögn Einars er það tilkomið vegna nálægðar þeirra við fóðurstöðina. Í Skagafirði eru átta minkabú og líklega verða þau fleiri í framtíðinni en mikill áhugi er á meðal loðdýrabænda fyrir að fjölga í greininni.

Hér má sjá innslagið hjá N4.

 

 

Fleiri fréttir