Skagfirskar skemmtisögur á Sögu

Í dag var mikið gaman hjá Birni Jóhanni Björnssyni skrásetjara Skagfirskra skemmtisagna á Útvarpi Sögu en þar var hann í góðum félagsskap Guðna Ágústssonar og Einars K Guðfinnssonar. Að sögn Björns var um hálftíma bókarkynningu og spjall að ræða í tilefni útkomu Skagfirskra skemmtisagna.

 

Þeir sem misstu af þættinum fyrr í dag þurfa ekki að örvænta því hægt er að nálgast hann á heimasíðu Útvarps Sögu þar sem hann er endurfluttur nú í kvöld klukkan 23:30.

Fleiri fréttir