Skíðasvæðið opið eftir pöntunum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.01.2011
kl. 08.44
Skíðasvæðið í Tindastól var opið um helgina og var færi að sögn netverja gott. Á heimasíðu skíðadeildar kemur fram að fyrirtæki og einstaklingar sem vilja koma með hópa í fjallið utan hefðbundins opnunartíma geti haft samband við fjallstjóra og þá verði hægt að finna út úr lausn sem henti báðum aðilum. Flott þjónusta þetta, allir á skíði.