Skírdagstónleikar með Hrafnhildi Ýr
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
22.03.2016
kl. 14.59
Sauðárkrókskirkja býður til árlegra tónleika að kvöldi skírsdags, kl. 20. Þar mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngja ljúf lög úr ýmsum áttum.
Í hléi verður atburða skírdagskvölds minnst með óhefðbundinni altarisgöngu þar sem brotið verður brauð frá Sauðárkróksbakaríi og bergt á vínberjum.
Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa, enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
