Skólarnir fara í gang á morgun

Eftir góð jól og áramót byrjaði hversdagurinn hjá okkur fullorðna fólkinu í býtið nú í morgun en börnin fengu að kúra örlítið lengur, í það minnsta börn á skólaaldri, en skólarnir hefjast ekki að nýju fyrr en á morgun 4. janúar. Það er því hætt við að það sé erfitt kvöld framundan að fara snemma að sofa og enn erfiðara hjá litlum augum í fyrramálið þegar aftur verður ræs fyrir allar aldir.

Fleiri fréttir