Sláturfjárloforð aukist hjá Kjötafurðarstöð KS

Nú er sláturtíð hálfnuð og samkvæmt heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga má búast við aukningu á heimtöku þegar líður á sláturtíðina.

Sláturfjárloforð hjá Kjötafurðarstöð KS er komin upp í 110 þúsund, 13 þúsund fleiri en þau voru fyrir tveimur vikum. Nú er búið að slátra um 53 þúsund fjár og hefur meðalþyngd dilka verið 16,14 kg.

Á heimasíðu KS eru innleggjendur jafnframt beðnir um að huga tímanlega að þeim upplýsingum sem þurfa að fylgja með sláturfé, vegna þeirrar aukningar sem kemur til með að verða á heimtöku.

Fleiri fréttir