SS sigur í sundi
Héraðsmóti UMSS í sundi fór fram á þjóðhátíðardaginn en sigurvegarar dagsins voru formaður UMSS, Sigurjón Þórðarson og Steinunn Snorradóttir.
Mótið tókst í allastaði vel en hápunkti náði það í Grettis- og Kerlingarsundinu.
Sigurvegar í kvennaflokki varð Steinunn Snorradóttir og hlaut hún farandbikarinn Kerlinguna að launum og synti hún á tímanum 7:57.14. Sigurvegari í karlaflokki varð Sigurjón Þórðarson og hlaut hann Grettisbikarinn að launum eins og mörg undanfarin ár. Sigurjón synti á tímanum 7:16.40