Starfsmannafundir á leikskólum færðir inn á dagvinnutíma

Í hagræðingarskyni hefur verið ákveðið að færa starfsmannafundi á leikskólum í Skagafirði inn á dagvinnutíma. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, samfylkingu, segir í bókun að dapurlegt sé að fyrsta tillaga byggðaráðs í hagræðingarskyni skuli bitna á smábörnum og barnafjölskyldum og konum í láglaunastörfum.

Þá segir Gréta að þessi ákvörðun muni einnig hafa áhrif á atvinnulífið í sveitarfélaginu. Gréta sat ein sveitarstjórnarfulltrúa í Skagafirði hjá við afgreiðslu málsins.

Fleiri fréttir