Stólastúlkur eiga heimaleik í Bestu deildinni í dag
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
16.04.2025
kl. 11.02
Keppni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Breiðablik fór illa með Stjörnuna og Þróttur Reykjavík bar sigurorð af Fram-stúlkum Óskars Smára frá Brautarholti. Að sjálfsögðu skoraði hin hálfskagfirska Murr fyrsta mark Fram í efstu deild kvennaboltans en það dugði ekki til sigurs. Í kvöld taka Stólastúlkurnar hans Donna á móti liði FHL og hefst leikurinn kl. 18:00. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliða Tindastóls, Bryndísi Rut Haraldsdóttur, sem hefur marga fjöruna sopið og nálgast nú óðfluga 250 leiki með liðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.