Suðuhermar til sýnis í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.02.2011
kl. 09.54
Fulltúrar frá Iðunni, fræðslusetri, heimsóttu FNV i vikunni. Þeir höfðu meðferðis tvo suðuherma af fullkomnustu gerð sem nemendur í málmiðnadeild og Árskóla hafa fengið að spreyta sig á. Hermarnir verða til sýnis í málmiðnadeildinni föstudaginn 11. febrúar kl. 10:00-14:00.
Allir áhugasamir eru velkomnir í verknámshúsið til að skoða þessi frábæru tæki.