Sumarstarf fyrir námsmann - hnitsetning gönguleiða í Skagafirði

Kotagil er ein af mörgum náttúruperlum Akrahrepps.
Kotagil er ein af mörgum náttúruperlum Akrahrepps.

Akrahreppur auglýsir eitt sumarstarf fyrir námsmann. Er starfið stutt úr átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa og mun verkefnið snúa að átaksverkefni í merkingu gönguleiða í Skagafirði.

Lýsing á verkefninu:

  • Hnitsetja og stika gönguleiðir.
  • Gera leiðarlýsingu og skrá helstu grunnupplýsingar fyrir viðkomandi leið. 
  • Taka þátt í að útbúa texta um áhugaverða staði og vekja athygli á átakinu, t.d. gegnum samfélagsmiðla. 
  • Önnur tilfallandi verk er lúta að gönguleiðaverkefni sveitarfélagsins. 

Skilyrði:

  • Námsmaðurinn verður að vera á milli anna (þ.e. að koma úr námi og skráður í nám að hausti).
  • Æskilegt er að námsmaðurinn sé að lágmarki 20 ára á árinu.
  • Ráðningartími er tveir mánuðir, miðað er við tímabilið 1. júní – 31. ágúst.
  • Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og geta unnið sjálfstætt.

Viðkomandi yrði partur af fámennum hópi sem sameiginlega myndi vinna að merkingu gönguleiða á Norðurlandi vestra.

Nánari upplýsingar veitir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti Akrahrepps í síma 626-1016 eða gegnum netfangið hrefna@akrahreppur.is.
Tekið er á móti umsóknum til og með 29. maí nk. í netfangið akrahreppur@akrahreppur.is, merkt sumarstarf 2020. Koma þarf fram í umsókninni hvaða nám umsækjandi stundar, fyrri störf og meðmælendur (1-2 nöfn og símanúmer). Einnig hvort sótt er um fullt starf og tímabil sem viðkomandi vill starfa (1. júní – 31. ágúst 2020)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir