Sundlaugin á Hofsósi
Ljósmyndari Feykis kom við á Hofsósi um helgina og myndaði gang mála við byggingu sundlaugar á Hofsósi en þar er nú unnið alla daga vikunnar. Óhætt er að fullyrða að sundlaugin eigi eftir að setja skemmtilegan svip á þorpið austan Vatna eins og myndirnar sem hér fylgja ættu að gefa til kynna.
Fleiri fréttir
-
Arnar Björns valinn í lokahóp Íslands fyrir EuroBasket
EuroBasket 2025, Evrópukeppnin í körfuknattleik, er að skella á en Ísland leikur í Póllandi í sínum riðli og hefur leik fimmtudaginn 28. ágúst. Í dag var íslenski landsliðshópurinn kynntur til sögunnar en liðið hefur æft stíft síðustu vikurnar og nú er búið að tálga utan af hópnum. Það er gleðilegt að einn Tindastólsmaður er í landsliðshópnum því Arnar Björnsson verður með á EuroBasket og full ástæða til að óska okkar manni til hamingju!Meira -
Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna í Húnaþingi vestra
Líkt og fyrri ár stendur til að Húnaþing vestra veiti umhverfisviðurkenningar í flokkunum Umhverfi og aðkoma sveitabæja/fyrirtækjalóða annars vegar og umhverfi og garðar einkalóða/sumarbústaðalóða hins vegar. Á heimasíðu sveitarfélagiins er skorað á þá sem vita af görðum eða svæðum sem eiga slíka viðurkenningu skilið að senda inn tilnefningar.Meira -
Sveit GSS sigraði 3. deildina eftir æsilega keppni
Íslandsmót golfklúbba 2025 í 3. deild karla fór fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 15.-17. ágúst. Alls voru átta klúbbar sem tóku þátt en eftir æsispennandi úrslitaleik milli liða Golfklúbbs Skagafjarðar og Golfklúbbs Húsavíkur, þar sem úrslit réðust í bráðabana, þá höfðu Skagfirðingarnir betur og fara upp um deild, spila í 2. deild að ári.Meira -
Allt að falla í ljúfa löð í Hegranesi
Nú síðustu misserin hefur verið tekist á um afdrif félagsheimila í Skagafirði en hugmyndir voru um að selja þrjú þeirra. Sölu á Ljósheimum var slegið á frest en til stóð að selja félagsheimilið í Hegranesi og Skagasel á Skaga. Íbúar í Hegranesi voru afar ósáttir við þessa fyrirætlun og nú, eftir töluverð átök um fyrirhugaða sölu, hefur verið ákveðið að ganga til samninga við íbúasamtökin. Hins vegar verður leitast eftir því að selja Skagasel.Meira -
Dómarar júní og júlímánaðar verðlaunaðir
Í júníbyrjun sagði Feykir frá því að Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hafi verðlaunað Svetislav Milosevic fyrir það að vera leikjahæsti dómari maímánaðar en nú er komið að því að tilkynna þá dómara sem voru leikjahæstir í júní og júlí. Það eru þeir Baldur Elí Ólason og Styrmir Snær Rúnarsson sem náðu þeim flotta árangri enda voru þeir einstaklega duglegir á línunni í sumar en einnig flautaði Styrmir leik hjá 4. flokki. Strákarnir eru báðir leikmenn Tindastóls í 3. flokki og fengu þeir gjafabréf á N1 í verðlaun fyrir dugnaðinn. Feykir lagði fyrir þá nokkrar spurningar.Meira