Sýnikennsla í reiðhöllinni Svaðastöðum
Fluga og Félag tamningamanna munu standa fyrir sýnikennslukvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki miðvikudagskvöldið 11. febrúar, kl: 20:00 og verður þetta síðasta sýnikennslukvöldið í bili.
Áhersla verður lögð á alhliðahestinn og meðal áherslupunkta verða; þjálfunartími á alhliðahesti, að bæta takt skeiðtöltarans og uppbygging skeiðs.
Kennarar: Ísólfur Líndal Þórisson, Þorsteinn Björnsson og Þórarinn Eymundsson.
Allir áhugasamir velkomnir