Það er skítaspá
Það er skemmst frá því að segja að það er skítaspá næsta sólahringinn en spáin gerir ráð fyrir norðaustan 10-18 og él. Norðan 18-25 í kvöld og snjókoma, en 15-20 síðdegis á morgun. Frost 5 til 14 stig, mildast við ströndina.
Hvað færð á vegum varðar er best að segja sem minnst og benda vegfarendum á að fara ekki af stað án þess að hafa samband við vegagerðina. Nú sé ferðalagið ekki nauðsynlegt er best að fara bara ekki neitt í kvöld og á morgun.