„Þetta var magnað að upplifa!“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
20.09.2025
kl. 15.16
Konni kampakátur í leikslok í gær en á sínu fyrsta ári sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls hefur hann náð flottum árangri í deild og er nú kominn með lið sitt í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Til hamingju! MYND: SIGURÐUR INGI
„Þetta var spennuþrunginn leikur þar sem mikið var undir,“ sagði Konni þjálfari Tindastóls þegar hann svaraði spurningum Feykis í nótt eftir að hafa fagnað mögnuðum sigri á liði Kormáks/Hvatar í undanúrslitum neðri deildar bikarsins. Leikurinn endaði 3-1 og lið Tindastóls því á leiðinni á Laugardalsvöll – væntanlega í fyrsta skipti í sögunni.
