Þú verður að mæta til að komast út

Róbert Óttarsson bakari og söngvari með meiru ætlar að blása til útgáfutónleika í tilefni af útkomu geisladisksins Æskudraumar næst komandi laugardag. Staðurinn er Mælifell og tíminn er 20:00.

Lofar bakarinn káti partýstemningu þar sem hann mun renna í gegnum lögin af disknum við undirspil hljómsveitar sem leika mun af fingrum fram undir stjórn Sorin Lazar. Frítt verður inn en að sögn Róberts verða men að mæta til þess að komast út.

Fleiri fréttir