Þungar áhyggjur hjá Byggðaráði
Byggðaráð fjallaði á fundi sínum í morgun um fjárveitingar til opinberra stofnanna í Skagafirði eins og þær birtast í nýju fjárlagafrumvarpi ársins 2010.
Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skerðingar á fjárframlögum til opinberra stofnana í sveitarfélaginu og fækkunar starfa sem af því mun leiða, án þess að sýnt sé að af því hljótist raunverulegur sparnaður. Er þar sérstaklega átt við kerfisbreytingar er m.a. varða Sýslumannsembættið á Sauðárkróki og Héraðsdómstól Norðurlands vestra, sem valda aukinni miðstýringu vegna flutnings stjórnunarstarfa burt af svæðinu.
Byggðarráð ákvað ennfremur að óska eindregið eftir fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis hið allra fyrsta.