Til hamingju með daginn strákar
Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur Þorra, en hér fyrr á öldun segir sagan að þann dag hafi verið sú hefð að bóndinn hoppaði í kringum bæinn á nærhaldinu einu fata. Einnig var hefð að húsmóðirin færi út kvöldið áður og byði þorranum inn í bæ.
Þorri er fjórði mánuður ársins í gamla norræna tímatalinu. Þorri hefst alltaf í þrettándu viku vetrar (18.-24. janúar) miðað við Gregoríanska tímatalið með Bóndadegi og alltaf á föstudegi.
Í nútímanum er bóndadagurinn haldinn hátíðlegur með dekri á flestum dögum og er orðin hefð að gleðja bóndann með smá gjöf, blómum og eða góðum mat.
Til hamingju með daginn strákar.