Tindstóll/Hvöt í öðru sæti eftir sigur í Sandgerði

Strákarnir okkar skutust upp í annað sæti í annarri deild karla með góðum sigri gegn Reyni í Sandgerði í gær. Strákarnir náðu yfirhöndinni undir lok síðari hálfleiks þegar íslandsmeistarinn í Tennis Arnar Sigurðsson setti boltann í netið eftir góða sendingu frá Ingva Hrannari.

Ingvi Hrannar hélt áfram að vera í stuði í leiknum og bætti í síðari hálfleik við þremur góðum stoðsendingum sem félagarnir Arnar, Theodore og Benjamín Jóhannes þökkuð pent fyrir og skiluðu tuðrunni í netið.

Reynismenn reyndu síðan að klóra í bakkann og þegar 94 mínútur voru liðnar af leiknum náðu þeir að laga stöðuna aðeins en það dugði þeim skammt og þegar leikurinn var blásinn af var staðan 4 – 1.

Okkar menn sýndu í þessum leik að þeir eru til alls líklegir á lokasprettinum í annarri deildinni en næsti leikur verður hér heima á móti Hamar.

Fleiri fréttir