Tólf framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra á lista Creditinfo

Crecitinfo birti nýlega lista yfir tæplega 900 framúrskarandi fyrirtækja á landinu árið 2019 sem eru um 2% íslenskra fyrirtækja. Þetta er í tíunda skipti sem Creditinfo vinnur greiningar á ýmsum þáttum varðandi rekstur og stöðu fyrirtækja á Íslandi og er meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. 

Fyrirtæki þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að komast á lista Creditinfo: 

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016–2018
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2016–2018
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi var skilað til RSK fyrir rekstrarárin 2016–2018
  • Ársreikningi fyrir rekstrarárið 2018 var skilað á réttum tíma skv. lögum
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016–2018
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna rekstrarárin 2017 og 2018
  • Eignir voru a.m.k. 100 milljónir krónar rekstrarárin 2017 og 2018 og a.m.k. 90 milljónir króna rekstrarárið 2016

Alls hlutu 12 fyrirtæki á Norðurlandi vestra viðurkenningu. Þau eru: 

  • Ámundakinn ehf.
  • Friðrik Jónsson ehf.
  • Kaupfélag Skagfirðinga svf.
  • Norðurtak ehf.
  • Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf.
  • Raðhús ehf.
  • Spíra ehf.
  • Steinull hf.
  • Steypustöð Skagafjarðar ehf.
  • Tengill ehf.
  • Vinnuvélar Símonar ehf.
  • Vörumiðlun ehf.

Feykir óskar fyrirtækjunum til hamingju með viðurkenninguna. 

Nánari upplýsingar um Framúrskarandi fyrirtæki er að finna á heimasíðu Creditinfo https://www.creditinfo.is/framurskarandi/framurskarandi-2019.aspx

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir