Toppslagur í 2. deild karla á Blönduósvelli

Tindastóll/Hvöt og Dalvík/Reynir mætast á Blönduósvelli á morgun kl. 14, í toppslag 2. deildar.

Um er að ræða mjög mikilvægan leik þar sem Tindastóll/Hvöt eru í 1. sæti í deildinni og Dalvík/Reynir í 2. sæti og geta úrslitin því skipt sköpum um það hvort liðið kemst upp í 1. deild.

Stuðningsmenn Tindastóls/Hvatar eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja strákana í þessum mikilvæga leik. Að venju verður boðið upp á heitt kakó, kaffi og meðlæti í hálfleik, gestum að kostnaðarlausu.

Áfram Tindastóll/Hvöt!

Fleiri fréttir