Tóti Eymunds Íslandsmeistari í 150 metra kappreiðaskeiði

Íslandsmeistarar í 150 metra skeiði, Þórarinn Eymundsson og Gullbrá frá Lóni. Mynd: Eiðfaxi.is
Íslandsmeistarar í 150 metra skeiði, Þórarinn Eymundsson og Gullbrá frá Lóni. Mynd: Eiðfaxi.is

Skagfirðingurinn Þórarinn Eymundsson stóð uppi sem sigurvegari í 150 metra skeiði á Gullbrá frá Lóni á Íslandsmóti í hestaíþróttum sem fram fór í síðustu viku á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Þórarinn og Gullbrá runnu brautina á 14,10 sekúndum, 21 sekúndubroti á undan Árna Birni Pálssyni og Korka frá Steinnesi sem komu í mark á 14,31 sek.

Þórarinn var í viðtali á Eiðfaxi.is og upplýsti að með sigrinum hafi draumurinn ræst um titil í „básaskeiði“, og á þar við þegar keppendur eru ræstir úr startbásum. „Þetta er algjör snillingur sem ég var svo heppinn að fá að kynnast og fá svo að eignast. Hún var raunverulega mjög vel þjálfuð og uppbyggð, var að byrja sinn feril hjá fyrri knapa, Steindóru Haraldsdóttur,“ segir Þórarinn um Gullbrá í viðtalinu. Hann segist hafa verið svo lánsamur að fá hana lánaða einu sinni sem varð til þess að það hafi kviknað eitthvað í hjarta hans og gat hann ekki hætt að hugsa um hryssuna. Greinilega mikið keppnispar þar á ferð.

HÉR er hægt að nálgast viðtalið við Tóta á Eiðfaxi.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir