Um 35 manns stunda háskólanám í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri

Nú er verið að leggja lokahönd á námsvísi haustannar hjá Farskólanum. Umsjón með námsvísinum að þessu sinni hefur Halldór B. Gunnlaugsson, verkefnastjóri. Vegna breytinga í tölvukerfi Farskólans verða væntanlegir þátttakendur að skrá sig fyrst um sinn í síma 455 - 6010 eða á netföng starfsmanna þegar þeir skrá sig á námskeið.

Upplýsingar um háskólanemendur í fjarnámi berast þessa dagana til Farskólans. Við Háskólann á Akureyri munu 35 nemendur stunda nám á haustönn 2011. Af þeim eru 26 skráðir á Sauðárkróki, 5 á Blönduósi og 4 á Hvammstanga. Námsverin standa þessum nemendum opin.

Fleiri fréttir