Umhverfisdagur FISK Seafood 2024

MYND.DAVÍÐ MÁR
MYND.DAVÍÐ MÁR

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn 4. maí nk. frá klukkan 10-12. Áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki (sem verður skipt upp í svæði), Nöfunum, í Varmahlíð, á Hólum og á Hofsósi. Frá 12:15 mun FISK Seafood bjóða öllum þátttakendum að þiggja veitingar að Sandeyri 2.

Umhverfisdagurinn er samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og styðja við íþróttafélögin í Skagafirði. Í ár mun FISK Seafood greiða 12.000 kr. á hvern einstakling sem tekur þátt, inn á reikning þess íþróttafélags/deildar sem þáttakandi óskar.

Skráning á umhverfisdaginn fer fram í gegnum Google forms HÉR og þarf fólk að skrá sig fyrir miðvikudaginn 1. maí nk. Að skráningu lokinni mun FISK taka saman lista yfir þá einstaklinga sem ætla mæta og koma þeim í hendurnar á forsvarsmönnum sem munu sjá um að merkja við þá sem mæta og taka þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir