Umhverfsviðurkenningar veittar á morgun
Á morgun, fimmtudaginn 14. september, verða umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar afhentar í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Viðurkenningarnar eru veittar í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar sem hefur séð um framkvæmdina þau tólf skipti sem viðurkenningarnar hafa verið veittar.
Athöfnin hefst kl. 17:30 og eru allir velkomnir.
