UMSS og USAH saman í "Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri"

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum, fyrir keppendur 15 ára og yngri, fer fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði á morgun, sunnudaginn 21. ágúst.  Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin með þessum aldursmörkum sem áður hét “Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri”. Breytt aldursflokkaskipan, sem lögfest var á síðasti FRÍ-þingi, kallaði á þessa breytingu og er    því keppt eftir reglum sem hæfa 15 ára aldursflokkum pilta og stúlkna, um þyngdir kastáhalda og vegalengdir í hlaupum.

Alls eru 10 lið skráð til keppninnar nú, og keppendur verða nálægt 200 talsins. Nágrannarnir Skagfirðingar og Austur-Húnvetningar stilla upp sameiginlegu liði. Unglingar beggja héraða hafa sýnt miklar framfarir í sumar, eins og vel kom fram á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum nýlega.

Önnur keppnislið koma frá Ármanni, Breiðabliki, FH (A og B-lið), HSK, HSÞ, ÍR, UMSE/UFA og Vesturlandi.

Hægt verður að fylgjast með framgangi keppninnar HÉR !

/Tindastóll.is

Fleiri fréttir