Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins

Mynd tekin fyrir jólatónleika Kammerkórsins.MYND AÐSEND
Mynd tekin fyrir jólatónleika Kammerkórsins.MYND AÐSEND

Í aðdraganda Sæluviku þegar vorið fer að koma halda kórar gjarnan tónleika og deila með áheyrendum uppskeru vetrarstarfsins. Skagfirski Kammerkórinn er engin undantekning á því. Árlega heldur kórinn tónleika á Sumardaginn fyrsta. Sumar er í sveitum er yfirskrift tónleikannan en kórinn syngur undir stjórn Rannvá Olsen.

Tónleikarnir verða í Héðinsminni - Blönduhlíð - Skagafirði, fimmtudaginn 25.apríl, Sumardaginn fyrsta og hefjast tónleikarnir kl. 15:00. Nánari upplýsingar má finna HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir