Skagafjörður

Hnúfubakur í Fellsfjöru

Hræ af rúmlega 15 metra löngum hnúfubakstarfi hefur rekið upp í fjöruna í Felli í Sléttuhlíð, rétt utan við ósa Hrolleifsdalsár. Það var Kristján Jónsson á Róðhóli sem fann dýrið þegar hann var að svipast um eftir mink og tófu fyrir tveimur vikum síðan og var hann þá mjög heillegur.
Meira

Útskurðarnámskeið eldri borgara - „Aldrei of seint að byrja“

Félag eldri borgara í Skagafirði stóð fyrir útskurðarnámskeiði fyrir félagsmenn sína á dögunum. Tíu manns mættu og skáru út í tvo daga undir leiðsögn Jóns Adolfs Steinólfssonar trélistamanni.
Meira

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti er í dag. Hann er einnig kallaður Yngismeyjardagur og er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 19. apríl.
Meira

Firmakeppni Skagfirðings á sumardaginn fyrsta

Firmakeppni hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin á morgun, sumardaginn fyrsta, á félagssvæði við Tjarnarbæ. Fyrir utan það að geta fylgst með flottum gæðingum á brautinni verður myndarlegt kaffihlaðborð í Tjarnarbæ að lokinni keppni. Skráning á staðnum frá klukkan 12 – 12:45 og keppni hefst klukkan 13.
Meira

Simmi póstur fékk mynd af Farmall kubb í síðustu póstferðinni

Sögulega stund var í dag, þegar Simmi póstur, Sigmar Jóhannsson í Lindarbæ, kom í sína síðustu póstferð í Hóla. Við það tilefni var honum færð gjöf frá háskólanum, mynd af Farmall Cub traktor, en að sögn Guðmundar B. Eyþórssonar, fjármála- og starfsmannastjóra skólans, var Simmi alloft búinn að spyrjast fyrir um þá mynd, til að hafa í búvélasafninu sínu.
Meira

Útskrifuðust frá Opinni smiðju - Beint frá býli

Farskólinn á Norðurlandi vestra útskrifaði sl. mánudag þátttakendur sem stundað hafa nám í Opin smiðja - Beint frá býli. Smiðjan var kennd í samstarfi Farskólans, SSNV - samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.
Meira

Hjartastuðtæki í Sundlaugina í Varmahlíð

Lionsklúbbur Skagafjarðar afhenti í gær sundlauginni í Varmahlíð hjartastuðtæki sem ekki var til á staðnum. Tækin hafa margsannað gildi sitt og því fannst Lionsmönnum ótækt að ekki væri til tæki í sundlauginni. Sigurður Guðjónsson, formaður klúbbsins, sagðist ánægður með að klúbburinn gæti hjálpað til með þetta. Ekki var safnað sérstaklega fyrir tækinu þar sem klúbburinn hefur tekjustofna sem renna í svona málefni og byggist á vinnuframlagi klúbbfélaga. Tækið kostar um 250 þúsund.
Meira

Leikskólinn Birkilundur fær góða gjöf

Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð fékk góða heimsókn í síðustu viku þegar konur úr Kvenfélagi Seyluhrepps komu þangað færandi hendi. Á aðalfundi félagsins var ákveðið að úthluta 100.000 króna styrk til bókakaupa fyrir leikskólann úr minningarsjóði Sigurlaugar Sigurðardóttur frá Fjalli. Í foreldrakaffi þann 10. apríl afhentu fulltrúar kvenfélagsins börnum og starfsfólki á hverri deild bækur sem keyptar voru fyrir styrkinn.
Meira

Aukin áhersla í samgöngu- og byggðamálum

Nú stendur yfir umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir sérstöku átaki í samgönguframkvæmdum á árunum 2019-2021, samtals um 16,5 milljarða króna. Áhersla verður á greiðar og öruggar samgöngur allt árið í þeim verkefnum sem unnin verða. Strax á fyrsta ári áætlunarinnar er aukningin til málefnasviðsins 4,3 milljarðar króna frá fjárlögum 2018. Ætlunin er að klára Dýrafjarðargöng og tvöfalda Kjalarnesveg. Unnið er að samgönguáætlun sem á að leggja fyrir í haust.
Meira

Silfur og brons á Íslandsmóti í Júdó

Íslandsmót yngri flokka í Júdó var haldið í Reykjavík sl. laugardag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa sem komu heim með eitt brons og eitt silfur. Mótið var haldið í aðstöðu Ármanns í Laugardal og voru 111 keppendur skráðir til leiks frá níu júdófélögum, tveimur af Norðurlandi, þremur af Suðurnesjum, einu af Suðurlandi og þremur af höfuðborgarsvæðinu.
Meira