Skagafjörður

Áheitahlaup 7. og 8. bekkja Varmahlíðarskóla

Nk. mánudag, 30. apríl, ætla nemendur 7. og 8. bekkjar Varmahlíðarskóla að reima á sig hlaupaskóna og hlaupa áheitahlaup, svokallaðan Hegraneshring, til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar. Þetta er í fjórða sinn sem nemendur þessara bekkja hlaupa slíkt hlaup en fyrst var hlaupið árið 2012.
Meira

Humarpizza með hunangssinnepssósu og súkkulaðikaka með kaffinu

Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir og Sigurbjörn Skarphéðinsson sáu um matarþáttinn í 18. tbl. Feykis 2016. Þau buðu upp á girnilega humarpizzu með hunangssinnepssósu og Royal brúntertu með kaffinu.
Meira

Valdís Valbjörns keppir í Söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í kvöld og verður haldin með glæsibrag á Akranesi. Í ár eru 24 framhaldsskólar skráðir til leiks og er markmið allra sem koma að Söngkeppninni, að þessi verði sú allra glæsilegasta. Valdís Valbjörnsdóttir frá Sauðárkróki tekur þátt fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Meira

Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan - Myndband

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir gamanleikinn Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan nk. sunnudag klukka 20. Leikritið fjallar um glaumgosann Jónatan sem býr með þremur flugfreyjum en þær eru á stanslausum þeytingi, hver í sinni þotunni hjá sitthverju flugfélaginu. Góð skipulagning Jónatans, og liðlegheit húshjálparinnar, gerir það að verkum að þær vita ekki hver af annarri.
Meira

Litlar breytingar geta breytt miklu fyrir marga

Eftir tíu ára fjarveru og tvær háskólagráður flutti ég aftur á heimaslóðir í Skagafirði árið 2007. Ég var efins í fyrstu, hélt að hér væri lítið að gerast og ætlaði að stoppa stutt. Annað kom á daginn, hér er ég enn, horfi á börnin mín blómstra í námi, íþróttum og tómstundum og er sjálf í frábæru starfi á góðum og framsæknum vinnustað, Árskóla.
Meira

Pokahátíð Héðinsminni

Sem kunnugt er tóku svokallaðar Pokastöðvar til starfa í þremur verslunum í Skagafirði fyrir réttu ári síðan með það að markmiði að draga úr notkun innkaupapoka úr plasti með því að sauma og bjóða taupoka til láns.
Meira

Sæluvika Skagfirðinga - Lista- og menningarhátíð 29. apríl – 5. maí 2018

Sæluvika Skagfirðinga, hin árlega lista- og menningarhátíð, hefst um helgina. Í Sæluviku verður boðið upp á fjölbreytta menningardagskrá víðs vegar um fjörðinn. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins og nær saga hennar allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngur sínar.
Meira

Vel tókst til að slökkva sinueld á Króknum

Slökkviliðið á Sauðárkróki var kallað út um miðjan dag í gær til að slökkva sinueld sem logaði framan í Nöfunum, ofan við gömlu rafstöðina yst í bænum. Að sögn Svavars Birgissonar, slökkviliðsstjóra má rekja brunann til mannlegra athafna, eins og hann komst að orði.
Meira

Öruggari og öflugri strandveiðar í sumar!

Þverpólitísk samstaða hefur náðst á Alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða þar sem öryggi sjómanna var haft að leiðarljósi. Í sumar verða strandveiðar efldar með auknum aflaheimildum og bátar á hverju svæði fá 12 fasta daga til veiða í hverjum mánuði.
Meira

Hólar í hundrað ár

„Áhrif skólahalds á Hólum á samfélagsþróun: Frá fullveldi til framtíðar“ var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var á Hólum nú um sumarmálin. Fjöldi fyrirlesara flutti ákaflega áhugaverð erindi á þessari tveggja daga ráðstefnu auk þess sem fulltrúar afmælisárganga brugðu birtu á veruna á Hólum hvert á sínum tíma. Hjalti Pálsson rakti svo myndasögu Hólastaðar síðustu hundrað árin en augljóslega er til mikið af heimildarefni þaðan af ýmsum toga.
Meira