Skagafjörður

Tónleikar Lóuþræla á Blönduósi

Karlakórinn Lóuþrælar munu hefja upp raust sína og syngja í Blönduóskirkju, þriðjudaginn 17. apríl nk. Söngstjóri er Ólafur Rúnarsson, undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir og Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson syngja einsöng.
Meira

Smekklega settir ljóðstafir - Stefjagróður Ingólfs Ómars

Út er komin ljóðabókin Stefjagróður eftir Skagfirðinginn Ingólf Ómar Ármannsson. Hann er fæddur á Sauðárkróki 1966 og ólst þar upp, byrjaði snemma að yrkja og er í dag einn þekktasti hagyrðingur landsins.
Meira

Dalatún 3 er ekki til sölu

Þau leiðu mistök urðu í Feyki, sem út kom í gær, að einbýlishúsið við Dalatún 3 á Sauðárkróki var auglýst til sölu. Þarna var gamall draugur á ferðinni því um gamla auglýsingu var um að ræða. En einbýlishúsið við Sunnuveg 7 á Skagaströnd er hins vegar til sölu.
Meira

Lokakvöld Meistaradeildar KS fer fram á morgun

Nú fer spennan að ná hámarki í Meistaradeild KS en lokakvöld keppninnar fer fram á morgun, föstudaginn 13. apríl í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Athygli er vakin á því að mótið hest kl 18:30. Keppt verður í tveimur greinum, tölti og skeiði. Helga Una Björnsdóttir leiðir einstaklingskeppnina fyrir lokakvöldið og lið Hrímnis leiðir liðakeppnina en eins og fram kemur í tilkynningu frá keppnisstjórn getur allt gerst þar sem keppt verður í tveimur greinum.
Meira

Kaffi Krókur fær skjöld frá Markaðsráði kindakjöts

Veitingastaðurinn Kaffi Krókur á Sauðárkróki fékk afhentan skjöld frá Markaðsráði kindakjöts sem viðurkenningu fyrir að gera lambakjöt áberandi á sínum matseðli. Á skildinum er táknmynd sauðkindarinnar með áletruninni Icelandic lamb roaming free since 874 og er ætlað að vekja athygli á hinum fjölbreyttu afurðum hennar. Þeir sem skjöldinn fá geta notað merkið til að vekja athygli á sínum afurðum og í tilfelli KK restaurants verður það gert sýnilegt á matseðlum og samfélagsmiðlum staðarins.
Meira

Kosningarnar koma brátt með kosti sína og galla - Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2018

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku og telst umsjónarmanni til að nú sé komið að þeirri 43. en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Stólarnir hnykluðu vöðvana í Hellinum

ÍR og Tindastóll mættust í þriðja skiptið í einvígi sínu í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í Breiðholtinu í kvöld. Hvort lið hafði unnið einn leik en að þessu sinni voru það Tindastólsmenn sem voru ákveðnari og spiluðu betur en lið ÍR. Það var þó ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir slitu sig frá heimamönnum og með Hester og Sigtrygg Arnar í banastuði náðu strákarnir aftur yfirhöndinni í rimmu liðanna. Lokatölur í leiknum voru 69-84 en liðin mætast í fjórða leiknum hér heima í Síkinu næstkomandi föstudagskvöld.
Meira

„Nú eru engar afsakanir,“ segir Helgi Rafn um leikinn í kvöld

Í kvöld fara fram tveir leikir í undanúrslitum Domino's deildar karla. Annars vegar tekur ÍR á móti okkar mönnum í Tindastóli í Hertz hellinum í Seljaskóla og hins vegar Haukar á móti -KR í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Ekki vantar spennuna í keppninni þar sem liðin hafa unnið sinn leikinn hvert en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin.
Meira

Bókin Trjáklippingar endurútgefin

Bókin Trjáklippingar, sem hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið, hefur nú verið gefin út í þriðja sinn. Með þessari bók Steins Kárasonar garðyrkjufræðings um trjáklippingar fá gróðurunnendur og trjáræktarfólk í hendur kærkomið heildstætt verk er lítur að þessum mikilvæga þætti í garðrækt og skógrækt. Í Trjáklippingabókinni er fjallað um klippingu á um 140 algengum trjá- og runnategundum, lítillega drepið á fáein blóm, auk þess sem nefnd eru um 50 rósaafbrigði sem vænleg eru til ræktunar hér á landi. Bókin sem er 111 blaðsíður er prýdd um 180 skýringarmyndum eftir Han Veltman.
Meira

Samstarfssamningur milli UMSS og Svf. Skagafjarðar - Áhersla lögð á barna- og unglingastarf

Klara Helgadóttir, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar og Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, undirrituðu sl. mánudag samstarfssamning sem ætlaður er að efla starf sambandsins og aðildarfélaga þess með megin áherslu á barna- og unglingastarf auk þess að stuðla að auknu samstarfi UMSS og sveitarfélagsins á sviði íþrótta- og forvarnamála.
Meira