Vísindamenn við Háskólann á Hólum á Dagatali íslenskra vísindamanna.
feykir.is
Skagafjörður
26.04.2018
kl. 12.21
Vísindavefurinn og Vísindafélag Íslendinga standa nú fyrir Vísindadagatalinu en þar er einn íslenskur vísindamaður kynntur hvern dag og fjallað um starf hans og rannsóknir. Tilefnið er 100 ára afmæli Vísindafélagsins. Stjórn Vísindafélagsins og ritstjórn Vísindavefsins velja vísindamennina, í samráði við forstöðumenn háskóla og rannsóknastofnana, og er markmiðið að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hér á landi og þýðingu þess fyrir samfélagið allt, eins og segir í kynningu á Vísindadagatalinu.
Meira
