Níu nemendur af Norðurlandi vestra útskrifuðust frá LbhÍ
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
07.06.2018
kl. 15.51
Síðastliðinn föstudag, 1. júní, voru nemendur útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Meðal þeirra var myndarlegur hópur ungs fólks af Norðurlandi vestra. Átta þeirra útskrifuðust úr bændadeild og einn með BS í búvísindum. Athöfnin fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þessi galvaski hópur á án nokkurs vafa eftir að skjóta enn styrkari stoðum undir landbúnað í landshlutanum á komandi árum.
Meira
