Skagafjörður

Níu nemendur af Norðurlandi vestra útskrifuðust frá LbhÍ

Síðastliðinn föstudag, 1. júní, voru nemendur útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Meðal þeirra var myndarlegur hópur ungs fólks af Norðurlandi vestra. Átta þeirra útskrifuðust úr bændadeild og einn með BS í búvísindum. Athöfnin fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þessi galvaski hópur á án nokkurs vafa eftir að skjóta enn styrkari stoðum undir landbúnað í landshlutanum á komandi árum.
Meira

Emmsjé Gauti og félagar á Mælifelli í kvöld

Emmsjé Gauti hefur ferðast um landið síðustu daga ásamt plötusnúðnum Birni Val og trommaranum Kela. Hljómsveitartúrinn heitir 1313, en á þrettán dögum spila þeir á þrettán stöðum víðsvegar um landið. Með þeim í för er tökuteymi sem festir ferðalagið á filmu og hafa sjö þættir verið birtir en þeir verða þrettán talsins.
Meira

Sjómannadagurinn á Hofsósi - myndir

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um síðustu helgi og gerðu menn sér dagamun víða í tilefni hans. Á Hofsósi stóð Björgunarsveitin Grettir fyrir skemmtidagskrá við höfnina að vanda. Var hún ágætlega sótt og greina mátti að brúnin lyftist á veðurguðunum við gamanið.
Meira

Tóti með hæst dæmda hest í heimi í annað sinn

Þórarinn Eymundsson og gæðingurinn Þráinn frá Flagbjarnarholti áttu sannkallaða stjörnusýningu á Hólum í Hjaltadal í gær en þar fer fram vorsýning kynbótahrossa sem lýkur á morgun 8. júní. Þráinn hlaut 8,70 fyrir sköpulag, 9,11 fyrir kosti og 8,95 í aðaleinkunn sem gerir hann að hæst dæmda hesti í heiminum. Sló hann þar með heimsmet Þórálfs frá Prestsbæ sem hlaut 8,94 í aðaleinkunn í fyrra.
Meira

Tveir fyrirmyndarkennarar

Tveir kennarar af Norðurlandi vestra hlutu í dag viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf en þeir eru Sara Diljá Hjálmarsdóttir, kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd og Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í tækni, nýsköpun og skólaþróun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Meira

Leikfélagið með aðalfund í kvöld

Leikfélag Sauðárkróks heldur aðalfund sinn í kvöld klukkan 20 í húsnæði Puffins and friends við Aðalgötu. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta, ekki síst þeir sem vilja ganga í félagið.
Meira

Verndum störf á landsbyggðinni

Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“
Meira

Vel mætt í körfuboltaskóla Norðurlands vestra

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra var settur á laggirnar fyrir skömmu að tilstuðlan Helga Freys Margeirssonar, hinum margreynda leikmanns Tindastóls. Skólinn er sérstaklega miðaður að krökkum sem búa á svæðinu frá Skagaströnd að Hvammstanga. Um helgina voru námskeið bæði á Hvammstanga og á Blönduósi og var þátttaka góð. „Verkefninu hefur verið tekið mjög vel af öllum og eftirspurnin eftir körfuboltanum er klárlega til staðar,“ segir Helgi Freyr.
Meira

Skráning hafin í SumarTím

Sveitarfélagið Skagafjörður greinir frá því á heimasíðu sinni að nú er búið að opna fyrir skráningu í SumarTím 2018 en þar er boðið upp á margvíslega afþreyingu fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Meðal margra annarra námskeið sem í boði eru má nefna ýmis íþrótta- og leikjanámskeið, reiðnámskeið, siglingar, myndlist og matreiðslu. Námskeiðin hefjast mánudaginn 11. júní og standa til 10. ágúst en á föstudögum verður „Föstudagsfjör“. SumarTím verður með aðstöðu í Árskóla.
Meira

Hitastigsmælingar á lönduðum afla

Undanfarið hefur Matvælastofnun sinnt eftirliti með hitastigsmælingum á lönduðum afla. Á tímabilinu frá maí til ágúst 2017 voru teknar hitastigsmælingar á lönduðum afla. Alls voru þetta 140 mælingar sem teknar voru víðs vegar um landið. Um 90% bátanna voru á strandveiðum og tæp 88% mælinga voru af strandveiðibátum.
Meira