Skagafjörður

Vísindamenn við Háskólann á Hólum á Dagatali íslenskra vísindamanna.

Vísindavefurinn og Vísindafélag Íslendinga standa nú fyrir Vísindadagatalinu en þar er einn íslenskur vísindamaður kynntur hvern dag og fjallað um starf hans og rannsóknir. Tilefnið er 100 ára afmæli Vísindafélagsins. Stjórn Vísindafélagsins og ritstjórn Vísindavefsins velja vísindamennina, í samráði við forstöðumenn háskóla og rannsóknastofnana, og er markmiðið að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hér á landi og þýðingu þess fyrir samfélagið allt, eins og segir í kynningu á Vísindadagatalinu.
Meira

Góður rekstur Byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í gær á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Á fundinum hélt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra erindi þar sem m.a. kom fram að hann hefði í hyggju að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að meta þörf fyrir endurskoðun laga um Byggðastofnun, sem eru frá árinu 1999. Hann kvaðst telja eðlilegt að lagaumhverfið sé yfirfarið reglulega og tryggt að það styðji á hverjum tíma við hlutverk og gildi stofnunarinnar.
Meira

KR marði sigur í geggjuðum körfuboltaleik

Tindastóll og KR buðu upp á naglbít fyrir troðfullu Síkinu í kvöld í leik sem bauð upp á flest það sem áhorfendur vildu sjá – nema auðvitað vitlaus úrslit því það voru gestirnir úr Vesturbænum sem fóru með sigur af hólmi eftir glæsilega/hörmulega flautukörfu frá Brynjari Þór af öllum mönnum. Já, Guðirnir eru ekki alltaf í stuði. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigur með frábærum kafla seint í leiknum en Stólarnir kröfsuðu sig inn í leikinn í blálokin og besti maður vallarins, Pétur Birgis, jafnaði með þristi þegar 26 sekúndur voru eftir. En Brynjar átti síðasta orðið og KR er nú með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur leiksins voru 75-77.
Meira

Þriðji leikur Tindastóls og KR er að bresta á

Það er allt á suðupunkti í Skagafirði í dag en spennan er mikil fyrir þriðju viðureign Tindastóls og KR sem hefst kl. 19:15 í kvöld í Síkinu. Staðan í einvíginu er eins og allir vita 1-1 en báðir leikirnir hafa hingað til unnist á útivelli. Talsverð eftirvænting er eftir fréttum af Hesteri og Hannesi en eftir því sem Feykir kemst næst er enn ekki vitað hvort þeir verði með í leiknum í kvöld en báðir stríða við erfið ökklameiðsli.
Meira

Opin æfing hjá kammerkórnum

Skagfirski kammerkórinn býður á opna æfingu í Miðgarði í dag miðvikudaginn 25. apríl kl. 18.00. Kórinn hefur verið að æfa Magnificat eftir John Rutter og mun kynna verkið og höfund þess fyrir áheyrendum.
Meira

MS yfirtekur mjólkurflutninga

Breytingar hafa orðið í mjólkursöfnun hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki og er það í samræmi við samkomulag sem gert var síðast liðið vor um að samræma hana á öllu landinu. Frá og með síðasta mánudegi tók Mjólkursamsalan því yfir mjólkursöfnun í Skagafirði af samlaginu.
Meira

Varptími fugla er hafinn

Sveitarfélagið Skagafjörður vekur athygli á því á heimasíðu sinni að nú er varptími fugla hafinn. Því eru hunda- og kattaeigendur vinsamlega beðnir að taka tillit til þess og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda skepnum sínum frá þessum fiðruðu vorboðum.
Meira

Æfingabúðir í Júdó á Blönduósi

Júdófélagið Pardus á Blönduósi stóð fyrir æfingabúðum í júdó um helgina þar sem iðkendur frá júdódeildum Tindastóls og UMF Selfoss komu í heimsókn. Um fimmtíu júdóiðkendur og þjálfarar tóku þátt í æfingabúðunum, sem voru sambland af júdóæfingum og afþreyingu utan æfingatíma. Á heimasíðu Tindastóls segir að helgin hjá iðkendum félagsins hafi byrjað rétt eftir hádegi á laugardaginn með rútuferð á Blönduós.
Meira

18.000 kr. fæst fyrir grendýr

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar kom saman fyrir helgi í félagsheimilinu Ljósheimum ásamt refa- og minkaveiðimönnum í héraðinu og ræddu um veiðitilhögun ársins 2018. Í fundargerð segir að mætt hafi þeir Þorsteinn Ólafsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Sigurðsson, Birgir Hauksson, Herbert Hjálmarsson, Kristján B. Jónsson, Marinó Indriðason og Kári Gunnarsson.
Meira

Eru ekki allir í stuði!?

Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Tindastólsmenn geystust í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, og buðu heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Meira