Skagafjörður

Fergusonfélagið veitir Búminjasafninu í Lindabæ styrk

Á aðalfundi Fergusonfélagsins sem haldinn var 6. febrúar sl. var samþykkt að veita Búminjasafninu í Lindabæ í Sæmundarhlíð í Skagafirði 300.000 kr. styrk í viðurkenningarskini fyrir frábært starf þeirra hjóna Helgu Stefánsdóttur og Sigmars Jóhannssonar við uppbyggingu safnsins og varðveislu gamalla véla og muna er tengjast landbúnaði.
Meira

Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið – Gult ástand

Vetur konungur minnir hressilega á sig þessa dagana en gul viðvörun gildir nú fyrir allt landið eða höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið með hvassviðri eða stormi og snjókomu, lélegu skyggni og líkum á samgöngutruflunum.
Meira

Veður að ganga niður og skoðað með mokstur

Veður er að ganga niður norðanlands eftir mikinn veður ham síðan í gær og segir Veðurstofan að minnkandi suðvestanátt og úrkomulítið verði í dag en 8-15 og él í kvöld. Hægari og þurrt að kalla á morgun, en vaxandi norðaustanátt seint annað kvöld. Frost 0 til 7 stig.
Meira

Hefur mikinn áhuga á byggðamálum og jafnrétti til búsetu

Þingmaðurinn Halla Signý Kristjánsdóttir
Meira

Doritosostaogsalsasósukjúklingarétturinnmikli

Meira

Ærnar á Hóli í Sæmundarhlíð skiluðu rúmum 20 kg meðalvigt lamba

Í niðurstöðum sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2017 sem Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins, RML, birti í gær kemur fram að Íslandsmet var sett í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. Þar var um afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 að ræða sem er Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum. Í öðru sæti er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð en það skilaði 40,4 kg eftir hverja kind.
Meira

Rósin kemst ekki í Ljósheima

Vegna ófærðar yfir Öxnadalsheiðina verður Rósin tískuverslun EKKI í Ljósheimum í dag eins og auglýst var í síðasta Sjónhorni.
Meira

Stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu

Athygli er einnig vakin á austanstormi með snjókomu og skafrenningi S-lands í kvöld og stormur eða rok um allt land á morgun með talsverðri ofankomu.Varað er við óveðri á öllu landinu en gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland. Veðrið verður mun verra á Suðausturlandi en þar er appelsínugul viðvörun.
Meira

Lokanir fjallvega hafa sannað sig

Breytt aðferðafræði Vegagerðarinnar við að loka fjallvegum vegna ófærðar og veðurs hefur margsannað sig, segir á vef Vegagerðarinnar, en aðferðafræðinni hefur verið beitt í nokkur ár og hefur bætt ástand sem annars stefndi í óefni. Þær breytingar sem orðið hafa á samsetningu vegfarenda t.d. vegna stóraukinnar vetrarferðamennsku kalla á breytt verklag við lokanir fjallvega.
Meira

Pétur frábær í klikkuðum körfuboltaleik í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í stórskemmtilegum og undarlega sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld. Stólarnir spiluðu á löngum köflum hreint frábærlega en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu ótrúlegum köflum þar sem þeir átu upp forskot Stólanna á örskotsstundu. Leikmenn Tindastóls héldu þó út og fögnuðu góðum sigri að lokum í leik þar sem Pétur og Hester fóru á kostum. Lokatölur 101–93.
Meira