Sprækir Álftnesingar spóluðu yfir Stóla
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.01.2024
kl. 15.01
Tindastólsmenn tóku á móti liði forseta Íslands, Áltftanesi, í Síkinu í gær og að sjálfsögðu var Guðni mættur. Því hefur stundum verið haldið fram að Stólarnir mæti jafnan til leiks eftir áramót haldnir illvígri hátíðaþinnku, sama hverjir eru í liðinu, og sú var raunin í gær þó ekki megi gera lítið úr frammistöðu gestanna frá Álftanesi sem eru firnasterkir. Frammistaða Stólanna var hins vegar langt undir pari og sóknarleikurinn dapur. Gestirnir leiddu nær allan leikinn og eftir að Tóti minnkaði muninn í eitt stig í fjórða leikhluta þá pökkuðu þeir meisturunum okkar saman og lönduðu sterkum sigri. Lokatölur 68-80.
Meira