Murr er komin í Fram
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.01.2024
kl. 15.34
Áfram halda vendingar hjá Bestu deildar liði Tindastóls í fótboltanum. Nú hefur knattspyrnudeild Tindastóls sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að Murielle Tiernan hafi samið við Fram um að spila með þeim bláhvítu í 1.deildinni á komandi tímabili. Það verður mikill sjónarsviptir af Murr en hún hefur skorað 117 mörk í 129 leikjum fyrir Stólastúlkur síðustu sex árin.
Meira