Opnunarhóf og málþing á Skagaströnd á laugardaginn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
26.06.2024
kl. 09.10
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra býður til opnunarhófs Gagnagrunns sáttanefndabóka og málþings um störf sáttanefnda á Íslandi í húsakynnum sínum á Skagaströnd laugardaginn 29. júní. Setrið hefur frá árinu 2019, í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, unnið að gerð opins veflægs gagnagrunns yfir allar varðveittar sáttabækur frá stofnun sáttanefnda hér á landi árið 1798 til ársins 1936.
Meira
