Skagafjörður

Danssýning í Varmahlíðarskóla

Nemendur allra bekkja Varmahlíarskóla fengu danskennarann Ingunni Margréti Hallgrímsdóttur frá Dalvík til sín í upphafi vikunnar og sýndu svo afrakstur kennslunnar með danssýningu sem aðstandendum var boðið að koma á í gær.  
Meira

Tilmæli til notenda hitaveitu í Skagafirði

Frostið hefur nú verið í tveggja stafa tölu dag eftir dag og þegar þannig viðrar þurfum við notendur heita vatsins að fara sparlega með vatnið svo ekki komi til lokana. Skagafjarðarveitur villja koma þeim tilmælum til viðskiptavina sinna, og þá sérstaklega skal bent á að sleppa notkun á heitum pottum meðan kuldinn er sem mestur.
Meira

Minnihlutinn sá fyrir sér að búa á Norðurlandi vestra í framtíðinni

Vel heppnað Ungmennaþing SSNV, Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra, var haldið Í félagsheimilinu á Blönduósi áhuastdögum. Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að meðal athyglisvsverðustu niðurstaðna þingsins hafi verið að innan við helmingur af þátttakendum sáu fyrir sér að búa í landshlutanum í framtíðinni. „Þessar niðurstöður eru umhugsunarverðar fyrir stjórnmálafólk landshlutans því ef unga fólkið vill ekki búa hér í framtíðinni hver á þá að gera það? “ segir í fréttinni á vef SSNV.
Meira

Varnarleikur Stólanna flottur í öruggum sigri á Hetti

Tindastóll og Höttur mættust í 10. umferð Subway-deildarinnar í Síkinu í gærkvöldi. Liðin voru með jafn mörg stig fyrir leikinn en Stólarnir náðu upp hörkuvörn og þó svo að þeir hafi aldrei náð að stinga Austlendingana af þá ógnuðu gestirnir ekki forystu heimamanna verulega. Eftir að hafa leitt með 15 stigum í hálfleik þá urðu lokatölur 83-71.
Meira

Þríhöfði í Síkinu

Það verður þríhöfði í Síkinu í dag og vart þverfótað fyrir Austlendingum á Króknum þar sem þrjú lið Hattar á Egilsstöðum mæta heimamönnum í Tindastóli. Veislan hefst klukkan fjögur í dag og lýkur ekki fyrr en um ellefu leytið í kvöld. Um er að ræða viðureign meistaraflokka liðanna í Subway-deildinni og leiki 9.flokks drengja og ungmennaflokks drengja.
Meira

Varað við klakamyndun á Sauðá

„Mikill kuldi hefur verið síðustu daga og vikur og vegna þessa er nú mikil klakamyndun og ísing á ám og lækjum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðar en biðlað er til foreldra og forráðamanna að brýna fyrir börnum að leika sér ekki á ísnum á Sauðá, né í kringum ána.
Meira

17 dagar til jóla

17 dagar er nú til jóla, dagarnir líða og helgin handan við hornið. Það er hægt að leiða að því líkum að eitthvert ykkar sé á leiðinni á einhvern jólafögnuð sem í boði verður um helgina. Jólahlaðborð og eða tónleika. Jólalög eiga eftir að óma úr öllum helstu samkomuhúsum á Norðurlandi þessa helgina. Ef það er ekkert slíkt á dagskrá er ekki úr vegi að njóta heimavið, hita sér kakó í frostinu, byrja kannski að setja gjafir í pappír, finna sér gamla jólaklassík til að horfa á eða setja „Nú stendur mikið til“ með Sigurði Guðmundssyni og Menfismafíunni á fóninn. Kalt mat blaðamanns er að sú jólaplata er einhver sú allra besta sem búin hefur verið til. 
Meira

Jóladagatal sveitafélagsins Skagafjarðar

Sveitafélagið Skagafjörður hefur í nú í annað sinn sett upp jóladagatal á heimasíðu sinni. Dagatalið er til gamans gert með hugmyndum fyrir hver dag af samverustund fjölskyldunnar sem hægt er að gera á aðventunni fram að jólum. Hægt er að smella á hvern dag fyrir sig og þá kemur upp hugmynd af samveru sem hægt er að notast við eða útfæra á sinn hátt. 
Meira

Aðventutónleikar í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun

Karlakórinn Lóuþrælar ásamt Barnakór Húnaþings vestra og einsöngvurum syngja inn jólin í Félagsheimilinu Hvammstanga fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 19:30. Enginn aðgangseyrir. Allir hjartanlega velkomnir. Tónleikarnir eru styrktir af Landsbankanum.
Meira

Húnahornið velur Jólahús Húnabyggðar í 22. skiptið

Á heimasíðu Húnahornsins (huni.is) segir að sú hefð hefur skapast í desember að velja Jólahús ársins á Blönduósi og nú sé svæðið útvíkkað yfir alla Húnabyggð. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahúsnæði. Samkeppnin um Jólahúsið 2023 verður með svipuðu sniði og síðust ár og er þetta í 22. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins.
Meira