Skagafjörður

Pétur Erlingsson valinn fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2023

Um miðjan nóvember hlaut fyrrverandi, og aftur væntanlegur, námsmaður hjá Farskólanum, Pétur Erlingsson, viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem Fyrirmynd í námi fullorðinna árið 2023 ásamt tveimur öðrum; þeim Beatu Justyna Bistula og Ómari E. Ahmed. Viðurkenningin var veitt á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fram fór 14. nóvember sl. á Grand Hótel undir yfirskriftinni Rík af reynslu – lærum hvert af öðru. Viðurkenningin er veitt fyrir bætta stöðu á vinnumarkaði og í námi og komu tilnefningar víðsvegar að. 
Meira

Heilsurækt sem greitt er fyrir

Nýprent ehf. óskar eftir einstaklingum, aldur skiptir engu mál, eða félagasamtökum sem gætu hugsað sér að bera út Sjónhorn og Feyki á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og í Varmahlíð í hverri viku eftir áramót. 
Meira

Út er komin bók um Fornahvamm í Norðurárdal

Í vikunni fékk Feykir senda til sín bókina Fornihvammur sem kom út í haust en í henni er skrifuð saga Fornahvamms í Norðurárdal en efnið er tekið saman af Maríu Björgu Gunnarsdóttur, sem þekkir af eigin raun sögu þessa merka áfangastaðar á ferðlögum landans um fjallveginn á milli norðurs og suðurs.
Meira

Opið fyrir umsóknir á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars á næsta ári og leitar Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.
Meira

Sagnaskemmtun um gömlu íslensku jólafólin á Heimilisiðnaðarsafninu og á Gránu

Það verður boðið upp á fyrirlestur og sögustund á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á föstudaginn 1. desember klukkan 15:00 og í Gránu á Sauðárkróki sunnudaginn 3. desember kl. 14:00.
Meira

Sjötta umferð í Vetrarmótaröðinni hjá Pílufélagi Hvammstanga var í vikunni

Vetrarmótaröðin hjá Pílufélagi Hvammstanga var haldið í sjötta sinn í vikunni og var spilaður svokallaður 301 DIDO leikur. Sigurvegarinn í þetta sinn var Viktor Kári en hann fór á móti Kristjáni um efsta sætið en í þriðja sæti var Patrekur Óli.
Meira

Útskrifast úr húsasmíðanámi um áramótin

Í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er nítján ára drengur, Sigurjón Heiðar Sigurbjörnsson, sem er sonur Sigfríðar Sigurjónsdóttur og Sigurbjörns Hreiðars Magnússonar í Litla Garði í Hegranesinu, en hann sækir nám í húsasmíði. Um áramótin nær hann þeim merka áfanga að útskrifast úr húsasmíðanáminu en það hefur því miður gengið ýmislegt á í hans lífi og því ekki sjálfgefið að það sé að takast hjá honum.
Meira

Jólablað Feykis 2023 er komið út

Í gær var útgáfudagur Jólablaðs Feykis og í gær og næstu daga ættu áskrifendur og allir íbúar á Norðurlandi vestra að fá hressilegt blað inn um bréfalúguna. JólaFeykir er 40 síður að þessu sinni, stútfullt af fjölbreyttu efni og auglýsingum. Það er nú þegar komið á netið þannig að þeir sem ekki geta setið á sér geta stolist í það strax.
Meira

Frábær mæting á fyrsta konukvöldi PKS

Í gærkvöldi var mikil stemning í aðstöðunni hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar við Borgarteig 7 þegar hátt í 40 konur mættu og spiluðu pílu saman á fyrsta konukvöldi PKS. Þarna voru saman komnar konur sem bæði kunnu leikinn og kunnu ekkert og voru því mættar til að læra og prufa sig áfram.
Meira

Flösku- og dósasöfnun á Króknum í kvöld

Körfuknattleiksdeild Tindastóls stendur fyrir dósa- og flöskusöfnun í kvöld, miðvikudaginn 29. nóvember, á Sauðárkróki. Iðkendur í yngri flokkum deildarinnar munu banka upp á milli kl. 17 og 20 í húsum bæjarins og svo sjá meistaraflokkarnir um talninguna. Þeir sem ekki verða heima á þessum tíma geta sett flösku- og/eða dósapokana fyrir utan heimili sín. Tökum vel á móti krökkunum okkar:)
Meira