Súrt og svekkjandi tap í Boganum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.05.2024
kl. 21.40
Að skrifa um fimm marka ósigur í fótboltaleik er ekki góð skemmtun. Það er þó sennilega enn verra að vera í liðinu sem tapar 5-0. Í gær mættu Stólastúlkur góðu liði Þórs/KA í Bestu deildinni, leikurinn var orðinn erfiður eftir 18 mínútur og svo varð hann bara erfiðari. Heimastúlkur höfðu gert fjögur mörk fyrir hlé og bættu einu við á lokamínútunum. Lið Tindastóls fann aldrei taktinn í sókninni, fékk á sig mörk úr föstum leikatriðum og Akureyringar léku á alsoddi. En það er auðvitað eitthvað bogið við að spila í Boganum.
Meira
