Skagafjörður

Ferðamálastefna til framtíðar

Nú er sumarið komið og farfuglarnir sem koma með vélknúnum farartækjum til landsins farnir að fara á stjá. Það má með sanni segja að ferðaþjónustan sé orðin lykilatvinnugrein hér á landi og þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hefur aukist ár frá ári. Fjöldi fólks starfar í greininni auk þess sem hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu fer sífellt stækkandi. Aukning í komu ferðamanna til landsins er góð en kallar á sama tíma eftir á skýrri framtíðarsýn í málefnum ferðaþjónustunnar.
Meira

Pavel kveður Tindastól

Merkilegur atburður hefur nú átt sér stað. Í eitt af fáum skiptum í íþróttasögunni hafa þjálfari og félag sammælst í einlægni um starfslok.
Meira

Tónleikar í Hólaneskirkju á Skagaströnd

Kirkjukór Hólaneskirkju heldur tónleika í Hólaneskirkju á Skagaströnd fimmtudagskvöldið 30. maí nk. og hefjast tónleikarnir kl.20:00. 
Meira

Engin stig til Stóla á Valsvelli

Ekki reyndist Valsvöllur leikmönnum Tindastóls happadrjúgur í gærkvöldi þegar þeir sóttu lið Knattspyrnufélags Hlíðarenda heim í 4. deildinni. Stólarnir skoruðu fyrsta markið snemma leiks en næstu þrjú mörk voru heimamanna áður en gestirnir löguðu stöðuna. Jöfnunarmarkið leit ekki dagsins ljós og svekkjandi 3-2 tap því staðreynd.
Meira

Skagfirskar rætur | Magnús Óskarsson skrifar

Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni.
Meira

Skerða gæti þurft þjónustu sökum manneklu

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar var fjallað um stöðu sumarafleysinga í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra og eldra fólks í Skagafirði. Fram kemur í frétt á netsíðu Skagafjarðar þá vantar enn níu starfsmenn í afleysingar í hin ýmsu störf á öllum starfsstöðum málefna fatlaðs fólks og eldra fólks á Sauðárkróki og Hvammstanga. Um lögbundna mikilvæga þjónustu er að ræða og því mjög alvarlegt að ekki hafi tekist að fá fólk til starfa.
Meira

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti.
Meira

Sýning á útsaumsmyndum Sirríar opnar í dag

Í Héðinsmnni verður í dag opnuð sýning með útsaumsmyndum Sigríðar Sigurðardóttur sem margir þekkja sem Sirrí í Glaumbæ þó hún sé frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíðinni og hætt sem safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga. Á þessari sýningu Sirríar, sem er margt til lista lagt, eru glæsilegar útsaumsmyndir og reflar sem flest eru saumuð með íslenska krosssaumnum.
Meira

Brauðréttur og súkkulaðikaka

Matgæðingar í tbl 27, 2023, voru þau Ingunn Sandra Arnþórsdóttir og Birgir Ingvar Jóhannesson. Ingunn er fædd og uppalin á Sauðárkróki en Birgir á Hofsósi en þau búa nú á Sauðárkróki. Ingunn er í fæðingarorlofi eins og er en vinnur hjá Landgræðslunni og Birgir vinnur hjá Vinnuvélum Símonar. Ingunn og Birgir eiga saman tvö börn, Rúrik Leví 6 ára og Anneyju Evu eins og hálfs árs.
Meira

Sumarið skellti sér í skyndiheimsókn

Það skall á með sumri í dag hér norðanlands og fólk tók blíðunni fagnandi. Hitinn daðraði við 20 gráðurnar og vinsamlegustu hitamælar hafa sennilega sýnt miklu hærri tölur í skjólsælum skörðum og görðum. Sjá mátti mennsk endurskinsmerki fækka fötum og ár ösluðu til sjávar moldarbrúnar og mikilúðugar. Íslenska sumarið er svo meiriháttar þegar það gefur sér tíma til að kíkja í heimsókn.
Meira